fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025

Sjónvarpsmaður kemur úr skápnum eftir 27 ára hjónaband

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 7. febrúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield kom út úr skápnum í mjög einlægri færslu á Instagram. Síðastliðin 27 ár hefur hann verið giftur Stephanie Lowe og eiga þau saman tvær dætur á fullorðinsaldri, Molly og Ruby. Phillip er einn umsjónamaður breska sjónvarpsþáttarins This Morning, ásamt Holly Willoughby.

„Þú veist aldrei hvað er í gangi í lífi einhvers, hvað fólk er að glíma við eða hvernig því líður. Þannig þið vitið ekki hvað hefur verið að angra mig síðustu ár. Með stuðningi eiginkonu minnar og dætra minna þá hef ég loksins sætt mig við þá staðreynd að ég sé samkynhneigður,“ segir hann.

Í morgun ræddi Phillip nánar um opinberun sína í This Morning með stuðningi Holly. Þú getur horft á myndskeiðið í grein The Sun um málið.

Phillip átti erfitt með að halda aftur tárunum.

„Þetta er erfitt en ekki eitthvað sem gerðist hratt. Ég hef þurft að glíma við þetta í ágætis tíma. Ég var kominn á það stig að ég sat hérna á hverjum degi og einhver frábær og hugrökk manneskja sat fyrir framan mig og ég hugsaði: „Ég verð að vera þessi manneskja.“ Eina sem þú getur gert í lífinu er að vera hreinskilinn við þig sjálfan. Ég var kominn á það stig að ég var ekki viss um að mér líkaði vel við mig sjálfan því ég var ekki hreinskilinn við mig sjálfan,“ segir hann.

Phillip þakkar eiginkonu sinni og dætrum sínum fyrir stuðninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar Breki heldur áfram í Eyjum

Arnar Breki heldur áfram í Eyjum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þórður Snær tætir í sig forsíðufrétt Morgunblaðsins – „Þessu ákvað hann að halda fram og það ákvað Morgunblaðið að birta“

Þórður Snær tætir í sig forsíðufrétt Morgunblaðsins – „Þessu ákvað hann að halda fram og það ákvað Morgunblaðið að birta“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arsenal að ganga frá kaupum á tvíburum

Arsenal að ganga frá kaupum á tvíburum
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Trump-tollarnir bitna á neytendum og tekjur af þeim undir væntingum

Trump-tollarnir bitna á neytendum og tekjur af þeim undir væntingum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Aðdáendur í sjokki og hafa áhyggjur eftir að söngkonan birti nýtt myndband af sér

Aðdáendur í sjokki og hafa áhyggjur eftir að söngkonan birti nýtt myndband af sér
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Jólabókaormurinn – Ævintýri sem rata ætti í jólapakka allra barna

Jólabókaormurinn – Ævintýri sem rata ætti í jólapakka allra barna
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Öll spjót beinast að yfirmanni FBI – Reynslulaus, vanhæfur og notar embættið fyrir einkaþarfir

Öll spjót beinast að yfirmanni FBI – Reynslulaus, vanhæfur og notar embættið fyrir einkaþarfir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.