fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025

Hún hefur misst 165 kíló: „Ég lofaði deyjandi foreldrum mínum að ég myndi verða heilbrigð“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 3. september 2019 11:23

Sharon hefur misst 165 kíló.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sharon Blakemore lofaði foreldrum sínum á dánarbeði þeirra að hún myndi verða heilbrigð. Hún hefur síðan þá misst 165 kíló og þakkar látnum foreldrum sínum fyrir að hafa bjargað lífi sínu.

Sharon var 241 kíló og í stærð 38 þegar hún lofaði foreldrum sínum að hún yrðiheilbrigð.

Móðir Sharon, Yvonne, lést árið 2011 úr magakrabbameini aðeins 56 ára. Faðir hennar, Frank, dó úr sama sjúkdómi átján mánuðum seinna.

Sharon ákvað að efna loforð sitt við foreldra sína og hefur aldrei liðið betur.

„Ég elska hvernig mér líður og hvernig ég lít út. Að léttast hefur verið það besta sem ég hef einhvern tímann gert,“ segir Sharon við The Sun.

„Mér finnst ég mun heilbrigðari. Ég vona að loforðið sem ég gaf foreldrum mínum hjálpi mér að lifa löngu og heilbrigðu lífi. Það hefur gefið mér vonarglætu sem ég hélt ég ætti ekki inni,“ segir hún.

Sharon lofaði foreldrum sínum að hún yrði heilbrigð.

Borðaði tvær bökur á hverjum degi

Þyngdarvandamál Sharon byrjuðu þegar hún var barn. Hún myndaði óheilbrigt samband við mat.

„Mamma var hjúkrunarfræðingur og var alltaf að reyna að fá mig til að borða betur, en ég hlustaði aldrei. Ég borðaði úr matarskápunum. Ég borðaði tvær bökur á dag frá því að ég var fimmtán ára. Ég keypti tvo pakka af kjöt-og-kartöflu bökum í hádeginu og borðaði þá báða, þrisvar eða fjórum sinnum í viku,“ segir Sharon.

„Ég setti þær meira að segja í samlokur með frönskum, eða borðaði og borðaði karrí og pítsu. Morgunmatur voru fimm umferðir af ristuðu brauði með smjöri,“ segir Sharon.

„Þegar ég var átján ára var ég tæplega 240 kíló. Einu fötin sem pössuðu á mig voru karlkyns íþróttaföt í 8XL frá Jacamo.“

Foreldrar hennar.

Loforðið sem hún efndi

Sharon kynntist eiginmanni sínum þegar hún var tvítug. Fjórum árum seinna eignaðist hún þeirra fyrsta barn.

„Ég henti mér í móðurhlutverkið en lífið umturnaðist í september 2010 þegar móðir mín var greind með magakrabbameini á lokastigi. Ég var miður mín. En mamma hafði áhyggjur af heilsu minni. Hún sagði: „Þú verður að taka þig á, ekki fyrir okkur, fyrir börnin þín.““

Sharon lofaði móður sinni á þessu augnabliki að hún myndi verða heilbrigð. Fjórum mánuðum síðar lést móðir hennar. Eftir ár var faðir hennar greindur með sama krabbamein. Sharon hafði á þessum tíma misst 30 kíló.

„Þetta var ótrúlega sorglegt. Pabbi sagði við mig: „Þú hefur staðið þig vel en þú lofaðir móður þinni, þú verður að halda áfram.“

Tveimur mánuðum seinna dó faðir hennar. „Eftir sjokkið að missa báða foreldra mína þá gleymdi ég aldrei loforðinu.

Sharon á brúðkaupsdaginn.

Leið eins og prinsessu á brúðkaupsdaginn

„Við Ian sögðumst alltaf ætla að gifta okkur og eftir að foreldrar skildu eftir smá pening fyrir mig þegar þeir dóu, þá gerðum við það árið 2013. Ég hafði þá misst um 130 kíló og komin í stærð 20,“ segir Sharon.

„Þegar ég keypti brúðkaupskjólinn þá var ég í stærð 28 eða 30. En ég hélt alltaf áfram að léttast og í hverri mátun þurfti að þrengja kjólinn […] Mér leið eins og prinsessu þegar ég gekk niður altarið. Allir brúðkaupsgestirnir sögðu að foreldrar mínir hefðu verið svo stoltir af mér. Þeir vissu að foreldrar mínir væru ástæðan fyrir að ég hafi byrjað í þessari vegferð. “

Sharon hefur aldrei liðið jafn vel og í dag.

Bless við bökurnar

Sharon hætti að borða bökurnar og einbeitti sér að hollu mataræði.

„Ég sagði skilið við unnið góðgæti og skyndibitamat og borða núna hollan, heimaeldaðan mat eins og ommilettur, súpur og kjúkling með grænmeti.“

Eftir brúðkaupið bætti hún hreyfingu við rútínu sína og missti tæp 60 kíló næstu fimm árin.

„Ég komst niður í 76 kíló í janúar á þessu ári. Í þessari viku keypti ég föt í stærð tíu í fyrsta skipti. Mér líður ótrúlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.