Föstudagur 17.janúar 2020
Bleikt

Skothelt ráð Ernu til að komast í kjólinn fyrir jólin: „Sjálf ætla ég að byrja snemma að undirbúa mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. september 2019 11:27

Erna Kristín deildi þessari mynd með færslunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur, áhrifavaldur og aktívisti fyrir jákvæða líkamsímynd, er með skothelt ráð til að komast í kjólinn fyrir jólin.

Hún segir frá því í nýjustu færslu sinni á Instagram, þar sem hún er með rúmlega 17 þúsund fylgjendur.

„Styttist í jólin og eins og þið vitið þá fylgir því herferð þar sem við erum mötuð á matarsamviskubiti og skyndilausnum hvernig er best að grennast til að komast í „kjólinn fyrir jólin.“ Eins gott að byrja strax ekki satt. Sjálf ætla ég að byrja snemma að undirbúa mig,“

skrifar Erna Kristín og fer yfir þau sex skref sem þarf að fylgja til að komast í kjólinn fyrir jólin.

Fyrsta skref: Ég finn hinn fullkomna jólakjól.

Skref tvö: Ég passa að hann sé sléttur og straujaður fyrir jólin.

Skref þrjú: Ég stilli klukkuna mína á 16:00 á aðfangadag. Gott að vera tímalega fyrir næstu skref.

Skref fjögur: Ég byrja á því að fara í sokkabuxurnar og haldarann (sem oftast nær er íþróttatoppur frá því að ég var 17 ára).

Skref fimm: (Þetta er mikilvægasta skrefið, gott að undirstrika það vel): Ég fer í kjólinn í þeirri stærð sem passar mér.

Skref sex: Ég dansa inn í jólin á réttum tíma í hinum fullkomna kjól, sem ég valdi í þeirri stærð sem ég passa í og akkúrat þannig krakkar, komist þið í fjandans kjólinn fyrir jólin.

Svo bara njóta og elska sjálfan sig og muna, þú kemst í kjólinn fyrir jólin. Þetta snýst bara um að kaupa kjólinn í réttri stærð.“

View this post on Instagram

Styttist í jólin & eins og þið vitið þá fylgir því herferð þar sem við erum mötuð á matarsamviskubiti & skyndilausnum hvernig best er að grennast til að komast í “kjólinn fyrir jólin” ……einsgott að byrja strax ekki satt, verðleikar okkar eru í húfi gott fólk 🙄🤦🏼‍♀️ Sjálf ætla èg að byrja snemma að undirbúa mig!!⁣💃🏼 ⁣ Fyrsta skref: Ég finn hinn fullkomna jólakjól⁣ Skref tvö: Ég passa að hann sé sléttur og straujaður fyrir jólin⁣ Skref þrjú: Ég stilli klukkuna mína á 16:00 á aðfangadag, gott að vera tímalega fyrir næstu skref.⁣ Skref fjögur: Ég byrja á því að fara í sokkabuxurnar og haldarann ( sem oftast nær er íþróttatoppur frá því ég var 17ára )⁣ Skref fimm: ( þetta er mikilvægasta skrefið, gott að highlighta það vel ) : Ég fer í kjólinn í þeirri stærð sem passar mér.⁣ Skref sex: Ég dansa inn í jólin á réttum tíma í hinum fullkomna kjól, sem ég valdi í þeirri stærð sem ég passa í og akkurat þannig krakkar, komist þið í fjandans kjólinn fyrir jólin.⁣🎄💃🏼 ⁣ Svo bara njóta……& elska sjáfan sig og muna, þú kemst í kjólinn fyrir jólin, þetta snýst bara um að kaupa kjólinn í réttri stærð🙌🏻

A post shared by 𝐸𝓇𝓃𝓊𝓁𝒶𝓃𝒹 (@ernuland) on

Færsla Ernu Kristínar hefur fengið mikil viðbrögð og hafa rúmlega 760 manns líkað við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda
Bleikt
Fyrir 1 viku

Íslenskur ofbeldismaður lýsir því þegar hann réðst á ólétta kærustu sína: „Á hverjum einasta degi reyni ég að eyða þeim aumingja“

Íslenskur ofbeldismaður lýsir því þegar hann réðst á ólétta kærustu sína: „Á hverjum einasta degi reyni ég að eyða þeim aumingja“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hætti að plokka augabrúnirnar og fær meiri athygli frá karlmönnum en áður: „Ég held að sumir karlmenn séu með blæti fyrir þessu“

Hætti að plokka augabrúnirnar og fær meiri athygli frá karlmönnum en áður: „Ég held að sumir karlmenn séu með blæti fyrir þessu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Í vandræðum því foreldrarnir vilja hitta kærastann: „Ég hef ekki sagt þeim hvað hann er gamall“

Í vandræðum því foreldrarnir vilja hitta kærastann: „Ég hef ekki sagt þeim hvað hann er gamall“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eftir þrjú erfið ár gerðist kraftaverkið – Ása Hulda: „Ekki gefast upp“

Eftir þrjú erfið ár gerðist kraftaverkið – Ása Hulda: „Ekki gefast upp“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.