fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Skothelt ráð Ernu til að komast í kjólinn fyrir jólin: „Sjálf ætla ég að byrja snemma að undirbúa mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. september 2019 11:27

Erna Kristín deildi þessari mynd með færslunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur, áhrifavaldur og aktívisti fyrir jákvæða líkamsímynd, er með skothelt ráð til að komast í kjólinn fyrir jólin.

Hún segir frá því í nýjustu færslu sinni á Instagram, þar sem hún er með rúmlega 17 þúsund fylgjendur.

„Styttist í jólin og eins og þið vitið þá fylgir því herferð þar sem við erum mötuð á matarsamviskubiti og skyndilausnum hvernig er best að grennast til að komast í „kjólinn fyrir jólin.“ Eins gott að byrja strax ekki satt. Sjálf ætla ég að byrja snemma að undirbúa mig,“

skrifar Erna Kristín og fer yfir þau sex skref sem þarf að fylgja til að komast í kjólinn fyrir jólin.

Fyrsta skref: Ég finn hinn fullkomna jólakjól.

Skref tvö: Ég passa að hann sé sléttur og straujaður fyrir jólin.

Skref þrjú: Ég stilli klukkuna mína á 16:00 á aðfangadag. Gott að vera tímalega fyrir næstu skref.

Skref fjögur: Ég byrja á því að fara í sokkabuxurnar og haldarann (sem oftast nær er íþróttatoppur frá því að ég var 17 ára).

Skref fimm: (Þetta er mikilvægasta skrefið, gott að undirstrika það vel): Ég fer í kjólinn í þeirri stærð sem passar mér.

Skref sex: Ég dansa inn í jólin á réttum tíma í hinum fullkomna kjól, sem ég valdi í þeirri stærð sem ég passa í og akkúrat þannig krakkar, komist þið í fjandans kjólinn fyrir jólin.

Svo bara njóta og elska sjálfan sig og muna, þú kemst í kjólinn fyrir jólin. Þetta snýst bara um að kaupa kjólinn í réttri stærð.“

https://www.instagram.com/p/B2ufZbPgdmi/

Færsla Ernu Kristínar hefur fengið mikil viðbrögð og hafa rúmlega 760 manns líkað við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Neytti fíkniefna fyrir framan lögreglumenn

Neytti fíkniefna fyrir framan lögreglumenn
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.