fbpx
Mánudagur 15.desember 2025

Hún hefur farið í 20 fegrunaraðgerðir til að vera eins og Kim Kardashian: „Ég var með varir eins og fiskur“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 10. september 2019 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Pamplona, 27 ára, hefur eytt um 60 milljónum króna í fegrunaraðgerðir í þeim tilgangi að líkjast raunveruleika- og samfélagsmiðlastjörnunni Kim Kardashian.

Hún hefur ákveðið að hætta að gangast undir hnífinn eftir að hafa fengið varafyllingar sem létu hana líta út fyrir að vera með „varir eins og fiskur“. Hún opnar sig um aðgerðirnar í viðtali við The Sun.

Jennifer hefur farið í yfir 20 fegrunaraðgerðir til að líkjast Kim Kardashian. Hún heldur því nú fram að hún sé fórnarlamb misheppnaðrar fegrunaraðgerðar.

Jennifer lét sprauta 3 ml af fyllingarefni í bæði efri og neðri varir sínar í síðasta mánuði. Hún segist hafa farið af stofunni með þá tilfinningu að hún væri eitthvað að bregðast illa við aðgerðinni.

Jennifer fór í myndatöku sem var mjög svipuð myndatöku Kim Kardashian.
Kim Kardashian.

„Það blæddi mikið og ég fann fyrir miklum sársauka. Þegar ég sá útkommuna gat ég ekki trúað því – það var búið að klúðra þeim gjörsamlega og ég var skilin eftir með varir eins og fiskur,“ segir hún við The Sun.

Tveimur dögum eftir aðgerðina fór Jennifer aftur á stofuna og  lét fjarlægja varafyllingarnar, sem kostuðu hana rúmlega 370 þúsund krónur. Hún segist ætla að halda sig frá fegrunaraðgerðum héðan í frá.

„Ég eyddi þessum tveimur dögum í felum heima hjá mér. Í hvert skipti sem ég sá andlit mitt byrjaði ég að gráta aftur,“ segir Jennifer.

„Núna líta varirnar mínar út fyrir að vera varir eldri borgara. Þær eru teygðar og líta út eins og loftlaus blaðra. Ég hef klárlega lært mína lexíu. Ég hef næstum því eyðilagt andlit mitt og heilsu mína því ég er háð fegrunaraðgerðum. Þegar ég lét fjarlægja allt fyllingarefnið lærði ég lexíu – ég ætla aldrei að fara í aðgerð til að laga eitthvað sem er þegar gott. Ég vildi alltaf meira og meira og ég eyðilagði næstum því andlit mitt og heilsu mína til að ná fullkomnun. Ég vil að saga mín verði góð dæmisaga fyrir allar þær stelpur sem vilja „stórar varir,“ þetta er ekki fallegt, alls ekki.“

Áður en Jennifer fór í sína fyrstu fegrunaraðgerð. Hér er hún sautján ára.
Jennifer hefur látið fjarlægja fjögur rifbein.

Jennifer hefur gengist ótal mörgum sinnum undir hnífinn og hefur meðal annars farið í brjóstastækkun, rassastækkun, látið fjarlægja fjögur rifbein, farið í nefaðgerð, fitusog, fengið sér fyllingu í kinnarnar og látið sprauta fitu í lærin.

Fyrir og eftir rassastækkunina.

„Eftir að ég læt fjarlægja fyllingarefnið úr vörum mínum leið mér eins og ég hafi farið í sturtu. Ég var hrein aftur. Allt þetta var eins og martröð, en ég er ánægð að ég lærði mína lexíu,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er þreyttur á leikmanni sínum og horfir til London í leit að arftaka

Er þreyttur á leikmanni sínum og horfir til London í leit að arftaka
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.