fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025

Jennifer Aniston brotnar niður þegar hún heyrir sögu stúlku um föður sinn

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 11. desember 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellen DeGeners er vön að gefa áhorfendum í sal gjafir þegar nálgast jólin. Hún kallar það „Greatest Nights of Giveaways“ og var fyrsta kvöldið í gær. Hún fékk leikkonuna Jennifer Aniston til að hjálpa sér og er óhætt að segja að þetta hafi verið mjög tilfinningaríkur þáttur. Daily Mail greinir frá.

Jennifer brotnaði niður þegar hún horfði á myndband af dóttur grátbiðja Ellen um að hjálpa atvinnulausum föður hennar.

Jennifer felldi tár.

Áhorfandinn Elyse Kimball gerði myndbandið um föður sinn, Jeff, sem missti eiginkonu sína úr krabbameini þegar dætur þeirra voru ungar.

„Hann hefur gefið okkur fjölskyldunni allt. Hann á þetta ekki skilið,“ sagði Elyse í myndbandinu.

Elyse í umræddu myndbandi.

„Hann er það eina sem ég á. Hann er líf mitt. Hann er það sem kemur mér í gegnum það góða og það slæma. Í eitt skipti þá langar mig að gefa honum eitthvað. Ég vil að hann fái eitthvað sem hann á skilið, og ég get ekki gert það án þess að fá hjálp.“

Ellen kom fjölskyldunni á óvart með því að senda upptökuhóp til þeirra, og þóttist vera að gera þátt um fólk sem snýr lífi sínu við. Jeff segir frá því hvernig það var að missa eiginkonu sína þegar Elyse var aðeins 3 ára og systir hennar Lexi var 5 ára.

Þau þrjú voru í salnum í þættinum og bauð Ellen þau velkomin á sviðið.

Ellen sagði þeim að þau hefðu skreytt húsið þeirra, sett gjafir undir jólatréð og skipt út gömlum húsgögnum fyrir ný.

Jennifer gaf síðan fjölskyldunni Eiffel-turna jólaskraut, en það hafði verið langþráður draumur móður stúlknanna að fara til París. Ellen sagði þeim að hún ætlaði að senda þau í frí til borgarinnar. En þau færu einnig til Ítalíu og Grikklands.

„Þið farið í ferðalag um Evrópu í mánuð,“ sagði Ellen. Síðan spilaði fjölskyldan leik og fékk hvert þeirra Visa kort með rúmlega sex milljón króna innistæðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Hannes játaði að hluta – Hvað varð um hin málin gegn honum?

Múlaborgarmálið: Hannes játaði að hluta – Hvað varð um hin málin gegn honum?
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.