fbpx
Sunnudagur 14.september 2025

Föstudagur síðasti dagurinn til að hætta með einhverjum fyrir jól

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 5. desember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert ekki lengur ánægð/ur í sambandinu þínu þá er morgundagurinn síðasti dagurinn til að hætta með makanum. Þetta kemur fram í könnun sem Hilarys.co.uk framkvæmdi. LadBible greinir frá.

Föstudagurinn 6. desember er síðasti dagurinn þar sem það telst boðlegt að hætta með kærastanum eða kærustunni fyrir jól.

Auðvitað, ef þú ert í óhamingjusömu sambandi, er alltaf fullkomlega í lagi að hætta með makanum þínum hvenær sem er. En til skemmtunar, skoðum niðurstöður könnunarinnar.

Til að byrja með er desember sá tími þar sem flestum samböndum lýkur. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem desember er tíminn þar sem mikið er um fjölskylduboð og stórfjölskyldan hittist. Einnig er oft mikið um streitu og áfengi í desembermánuði.

1 prósent vildi ekki kaupa gjöf

Rannsakendur spurðu 2,643 manns spurninga um sambönd og viðhorf þeirra til sambandsslita, eins og hvenær og hvernig.

Það kom í ljós að 27 prósent þátttakanda hættu með  fyrrverandi maka í desember. Það er mögnuð tala ef þú spáir í því.

Af þeim sem hættu saman í desember sögðust 57 prósent þeirra að neistinn væri farinn úr sambandinu. 44 prósent sögðu að þeir höfðu áhyggjur að makinn væri að halda fram hjá og 26 prósent sögðu að einhver heimilisvani makans færi í taugarnar á þeim.

Fjögur prósent sögðust hafa viljað vera einhleyp yfir hátíðarnar og heilt eitt prósent þeirra sögðust hafa viljað sleppa því að kaupa jólagjöf. Úff, það er nú meiri ástæðan.

Af hverju 6. desember?

Meirihluti þátttakanda var sammála um að 6. desember, sem er morgundagurinn, væri síðasti dagurinn sem væri hægt að hætta með einhverjum.

Eftir morgundaginn er það of „grimmdarlegt.“ 32 prósent þátttakanda sögðu að þeir myndu bíða til janúar að hætta með makanum sínum eftir 6. desember.

„Maður myndi halda að desember væri tíminn sem flest pör byrja saman, en svo er það bara akkúrat öfugt,“ segir Lucy Askew, talsmaður Hillarys.co.uk.

Jæja, þú hefur einn sólarhring! Gleðileg jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.