fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025

Simon Pegg er óþekkjanlegur: „Þú ert í ruglinu – þetta getur ekki verið hollt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2019 09:30

Mikil breyting á einum manni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski leikarinn Simon Pegg hefur átt góðu gengi að fagna í leiklistinni, þar á meðal í myndunum Run, Fat Boy, Run, Shaun of the Dead og Mission Impossible-myndunum. Nú undirbýr hann sig fyrir spennumyndina Inheritance og birtir einkaþjálfarinn hans, Nick Lower, mynd af afrakstri undirbúningsins á Twitter.

Nick birtir mynd af afar grönnum og stæltum Simon Pegg og segir að karakter hans í Inheritance hafi þurft að vera mjög grannur og líta út á vissan hátt.

Viðbrögð við myndinni hafa ekki látið á sér standa og hafa aðdáendur stjörnunnar hent fram setningum á borð við: „Gefið honum köku“, „Hann hlýtur að vera feginn að vera ekki lengur stríðsfangi“, „Hann er að reyna að toppa Christian Bale“ og „Þú ert í ruglinu – þetta getur ekki verið hollt“. Nokkrir taka hins vegar upp hanskann fyrir Simon og hrósa honum fyrir að leggja svo mikinn metnað í hlutverk sitt í kvikmyndinni.

Það er lítið vitað um Inheritance, en meðal annarra leikara eru Lily Collins, Chace Crawford og Connie Nielsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.