Þú veist innra með þér að þar sem kærleikurinn fær blómstrað þar mun ríkja jafnvægi og hér nýtur þú fullkomins kærleika samhliða spili þessu.
Verkefni einhverskonar er að ljúka og farsæld er í nánd. Hringur nær endum saman og þú fyllist af krafti og orku sem ýtir undir jafnvægi þitt og vellíðan. Þú munt upplifa ómælda ánægju og gleði sem smitar vissulega út frá sér.
Velgengni einkennir þig og á það við alheiminn ef því er að skipta. Óendanleg tækifæri leita þig uppi og þú munt grípa þau á hraðri leið inn í hamingjuna.
Andlegur þroski hefur náðst og næsta skref birtist þar sem nýr kafli hefst. Birta umlykur þig og gjörðir þínar og draumar þínir og langanir verða samstíga löngunum lífs þíns. Líf þitt ýtir undir áhyggjuleysi, fögnuð og frelsi.