Áhyggjur tengdar fjárhag þínum kunna að vera efst á baugi hjá þér og jafnvel atvinnuleysi að angra þig. En fátækt þarf ekki að tengjast peningum heldur oft á tíðum andlegri líðan.
Þú þarfnast eflaust ástar, umhyggju og ekki síður athygli um þessar mundir en ættir reyndar að leita betur innra með þér. Með því að gera það finnur þú ný tækifæri sem tengjast framtíð þinni og öðlast þannig skilning á tilgangi lífsins.
Þú getur búið þér unaðsreit ef þú trúir á hann. Þegar þú finnur fyrir löngun að bragða á allsnægtum heimsins og þiggja þær með kærleik þá veitist þér einfaldlega allt en það jafngildir alls ekki því að svipta aðra einhverju.
Hjálpin er nær en þig grunar og vandamálin leysast skjótt með jákvæðu viðhorfi og óbilandi bjartsýni.