Hér birtist fallegt ljós sem er að vinna sig í gegnum völundarhús eigin ranghugmynda. Ljósið ert þú. Leyfðu hjarta þínu, innri visku og innsæi þínu að hafa úrslitavaldið því hér er aðvörun komið áleiðis til þín. Þér er ráðlagt að hugsa þig tvisvar um varðandi félagsskap nokkurn sem þú kynntist nýverið.
Ef þú hefur það á tilfinningunni að vandamál innan mannskaparins eyðileggi fyrir þér á einhvern hátt ættir þú að hörfa burt sem allra fyrst og ekki taka við því sem þér finnst ekki rétt. Sú ábyrgð verður nefnilega aldrei frá þér tekin. Vanlíðan er á enda og nýr kafli nú þegar hafinn. Hér eftir er leiðin greið og þú á réttri leið.
Framtíð þín er björt og erfiðir tímar á bak og burt.