Mikill erill einkennir líf þitt um þessar mundir. Þú virðist hafa tekið að þér of mörg verkefni. Tíu stafir segja til um að einum of mikið af einhverju leiði fyrirsjáanlega til þess að þú leysir verkefni líðandi stundar ekki vel úr hendi sama hversu mikið þú leggur þig fram við verkefnin.
Ekki reyna að gera meira en þú telur þig hafa burði til að takast á við. Þú ert minnt/ur á að koma verkefnum í hendur samstarfsmanna þinna eða vina og sýna þeim traust til að takast á við hlutina jafnvel og þú ert fær um.
Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú lofar upp í ermina á þér í framtíðinni. Millivegurinn á vel við þig, hafðu það hugfast.