fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Steinda brugðið yfir ummælum Gumma Ben og lét hann heyra það í beinni – „Nei, Gummi! Þú getur ekki komið hérna inn og látið svona“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi, var allt annað en sáttur með spá Guðmundar Benediktssonar um að hans lið í Aftureldingu myndi falla úr Bestu deild karla í ár.

Afturelding er í efstu deild karla í fyrsta sinn og er Steindi Mosfellingur og mikill stuðningsmaður liðsins. Guðmundur mætti í heimsókn til Steinda, Auðuns Blöndal og Egils Einarssonar í FM95Blö í síðustu viku, degi áður en Besta deildin hófst.

Þar var spáð í spilin fyrir komandi leiktíð og taldi Guðmundur að nýliðar Aftureldingar færu niður aftur. Síðan eru þeir búnir að spila opnunarleik tímabilsins gegn Breiðabliki. Tapaðist hann 2-0 í Kópavoginum.

Í umræðunni um Bestu deildina lýsti Guðmundur yfir áhyggjum fyrir hönd Aftureldingar fyrir komandi leiktíð. „Erum við þá að tala um 5. – 7. sæti eða?“ spurði Steindi þá, en það er niðurstaða sem flestir Mosfellingar myndu líklega sætta sig við.

Guðmundur var þó fljótur að kippa leikaranum og grínistanum niður á jörðina. „Nei ég er að tala um að þið séuð að fara að falla.“

Steinda varð verulega brugðið við að heyra þetta. „Nei, Gummi! Þú getur ekki komið hérna inn og látið svona,“ sagði hann og benti síðar á að Afturelding hefði valtað yfir FH í æfingaleik í vetur.

„Það var í byrjun febrúar,“ sagði Guðmundur þá.

Allt var þetta auðvitað á afar léttum nótum en það er ljóst að Steindi hefur mikla trú á sínum mönnum fyrir tímabilið í Bestu deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Í gær

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim
433Sport
Í gær

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar