fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Steinda brugðið yfir ummælum Gumma Ben og lét hann heyra það í beinni – „Nei, Gummi! Þú getur ekki komið hérna inn og látið svona“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi, var allt annað en sáttur með spá Guðmundar Benediktssonar um að hans lið í Aftureldingu myndi falla úr Bestu deild karla í ár.

Afturelding er í efstu deild karla í fyrsta sinn og er Steindi Mosfellingur og mikill stuðningsmaður liðsins. Guðmundur mætti í heimsókn til Steinda, Auðuns Blöndal og Egils Einarssonar í FM95Blö í síðustu viku, degi áður en Besta deildin hófst.

Þar var spáð í spilin fyrir komandi leiktíð og taldi Guðmundur að nýliðar Aftureldingar færu niður aftur. Síðan eru þeir búnir að spila opnunarleik tímabilsins gegn Breiðabliki. Tapaðist hann 2-0 í Kópavoginum.

Í umræðunni um Bestu deildina lýsti Guðmundur yfir áhyggjum fyrir hönd Aftureldingar fyrir komandi leiktíð. „Erum við þá að tala um 5. – 7. sæti eða?“ spurði Steindi þá, en það er niðurstaða sem flestir Mosfellingar myndu líklega sætta sig við.

Guðmundur var þó fljótur að kippa leikaranum og grínistanum niður á jörðina. „Nei ég er að tala um að þið séuð að fara að falla.“

Steinda varð verulega brugðið við að heyra þetta. „Nei, Gummi! Þú getur ekki komið hérna inn og látið svona,“ sagði hann og benti síðar á að Afturelding hefði valtað yfir FH í æfingaleik í vetur.

„Það var í byrjun febrúar,“ sagði Guðmundur þá.

Allt var þetta auðvitað á afar léttum nótum en það er ljóst að Steindi hefur mikla trú á sínum mönnum fyrir tímabilið í Bestu deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Saka á sér draum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Chelsea lagði Liverpool

England: Chelsea lagði Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gefast upp á Vardy og horfa í aðra stjörnu sem skoraði í úrvalsdeildinni

Gefast upp á Vardy og horfa í aðra stjörnu sem skoraði í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikil reiði eftir ákvörðun eins ríkasta manns heims: Rekin eftir 47 ár í starfinu – ,,Þessi moldríki hálfviti er að leika sér með fólkið“

Mikil reiði eftir ákvörðun eins ríkasta manns heims: Rekin eftir 47 ár í starfinu – ,,Þessi moldríki hálfviti er að leika sér með fólkið“
433Sport
Í gær

Hefði hafnað því að standa heiðursvörð fyrir Liverpool

Hefði hafnað því að standa heiðursvörð fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Voru steinhissa þegar heimsfræg söngkona tók lagið á lokadeginum – Sjáðu kostulegt myndband

Voru steinhissa þegar heimsfræg söngkona tók lagið á lokadeginum – Sjáðu kostulegt myndband