fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Jökull: „Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er brattur fyrir komandi átökum í Bestu deild karla. Hans menn ætla sér að gera betur en í fyrra, þegar liðið hafnaði í fjórða sæti.

Jökull ræddi við 433.is á árlegum kynningarfundi Bestu deildarinnar í dag. Þar var Stjörnunni spáð 5. sæti í spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í deildinni.

„Þetta er mjög eðlileg spá miðað við síðasta tímabil og liðin í kringum okkur, hvernig þau hafa styrkt. Við viljum augljóslega ekki enda í fimmta sæti. Við þurfum að byrja mótið vel. Það er erfiður leikur á móti FH í fyrsta leik og við erum með fulla einbeitingu á því,“ sagði Jökull.

video
play-sharp-fill

Hann er ánægður með veturinn og styrkingarnar á leikmannamarkaðnum, en kveður þá sem hafa yfirgefið liðið með söknuði.

„Ég er mjög ánægður með þá sem hafa komið inn. Við höfum sömuleiðis misst rosalega marga sterka leikmenn. Það á bara eftir að koma í ljós hvaða áhrif þær breytingar hafa á hópinn. Þetta eru meiri breytingar á milli ára en maður myndi vilja, en það var margt sem kom upp, leikmenn sem fóru í atvinnumennsku, aðrir sem hættu.“

Jökull var spurður að því hvort markmiðið væri að fikra sig nær Breiðabliki og Víkingi, sem hafa verið bestu lið landsins undanfarin ár.

„Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið. Við viljum komast ofar í töflunni, verða betri og fá meiri stöðugleika í okkar leik. Það fæst með því að byrja mótið vel.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Í gær

Góð tíðindi af Orra

Góð tíðindi af Orra
433Sport
Í gær

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
Hide picture