fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Moldríki Íslandsvinurinn búinn að reka allt að 300 manns: Skrifar opinbert bréf eftir brottreksturinn – ,,Hefur áhrif á alvöru fólk með tilfinningar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. mars 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margir vita þá er Sir Jim Ratcliffe að gera ansi margar breytingar á Old Trafford eftir að hafa eignast hlut í félaginu.

Ratcliffe sér um öll fótboltamál félagsins í dag og hefur látið fjölmarga taka poka sinn á undanförnum mánuðum hvort sem aðilinn starfi í eldhúsinu, í þjálfarateyminu eða annars staðar á bakvið tjöldin.

250 manns voru látnir fara frá United síðasta sumar og er búist við að allt að 150 manns verði látnir fara til viðbótar.

Maður að nafni Wayne Barton er einn af þeim sem fékk sparkið en hann starfaði sem fréttaritari enska félagsins og hafði sinnt því starfi vel í tvö ár.

Barton hefur ásamt því gefið út 20 bækur á sínum fína ferli í fjölmiðlum en hann var ráðinn til starfa á Old Trafford í janúar 2023.

,,Augljóslega þá er ég miður mín að félagið þurfi ekki lengur á mínum starfskröftum að halda, félagið sem ég elska,“ segir Barton á meðal annars.

,,Þetta er stærsta félag landsins og mögulega í heimi. Þessar ákvarðanir hafa áhrif á alvöru fólk, fólk með tilfinningar.“

,,Ég skil það að félagið þurfi að taka erfiðar ákvarðanir og ég hef þurft að sjá á eftir mjög hæfileikaríku fólki yfirgefa sín störf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð
433Sport
Í gær

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM