fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Stjórnarformaður United hótar starfsfólki eftir allar fréttirnar í vikunni – Fólk verði rekið ef það lekur í fjölmiðla

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. febrúar 2025 12:50

Ruben Amorim - Omar Berrada

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Omar Berrada stjórnarformaður Manchester United hefur látið starfsfólk vita af því að þeir sem leka upplýsingum í fjölmiðla verði reknir.

Allir starfsmenn United fengu þennan tölvupóst í morgun eftir erfiða viku í fréttum fyrir félagið.

Þannig hafa mjög neikvæðar fréttir farið í loftið, ein af þeim var að Sir Jim Ratcliffe eigandi félagsins þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins á æfingasvæðinu. Spurði eigandinn hana við hvað hún starfaði hjá félaginu.

Einnig kom það fólki í opna skjöldu þegar Telegraph sagði frá því að starfsmaður félagsins hafi hringt í ættingja Kath Phipps tveimur dögum eftir að hún lést, til að fá þau til að skila ársmiða hennar.

Phipps, sem starfaði fyrir félagið í 55 ár í ýmsum stöðum lést í desember. Hún var oftast nær í móttöku félagsins og var elskuð og dáð af leikmönnum félagsins.

„Hver sá sem fer með upplýsingar um félagið út úr húsinu er að brjóta gegn reglum okkar. Við viljum vernda félagið og okkar fólk, við setjum af stað nýtt fyrirkomulag til að reyna að koma í veg fyrir svona og viljum komast að því hver ber ábyrgð,“ sagði í pósti Berrarda þar sem hann lét fylgja með að ef þetta kæmi upp aftur gæti fólk átt hættu á því að missa starf sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Í gær

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Í gær

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool