fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

Arteta fordæmir áreitið en Neville segir hann ýta undir það

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, gagnrýndi Mikel Arteta og Arsenal hressilega í nýjasta þætti The Overlap.

Það var rætt um Michael Oliver og rangan dóm hans um síðustu helgi, en hann rak Myles Lewis-Skelly af velli í leik Arsenal gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni fyrir litlar sakir. Enska knattspyrnusambandið ógildi síðar dóminn.

Oliver hefur þurft að þola mikið áreiti, en dómgæsla hans í leikjum Arsenal hefur áður þótt umdeild. Stjóri Arsenal, Arteta, fordæmdi áreitið fyrir leikinn gegn Girona í gær.

„Þetta ætti ekki að leyfa. Við viljum ekki sjá þetta. Þetta skemmtir íþróttina okkar svo við skulum hætta þessu,“ sagði hann.

„Við þurfum að skapa samfélag sem er heilbrigðara, betra, þar sem við verðlaunum fólk, ekki bara fyrir að vinna. Samfélag þar sem fólk gerir mistök og getur bætt upp fyrir þau.“

Neville sá þó ástæðu til að gagnrýna Arteta í vörn sinni fyrir Oliver.

„Það er búið að taka hann af leik Arsenal og Manchester City um helgina. Það er mjög rangt. Dómgæsla hans myndi aldrei halla á Arsenal, hann er fagmaður, besti dómari landsins en er tekinn af leiknum fyrir að gera mistök,“ sagði Neville.

„Stuðningsmenn Arsenal nota orð eins og „spilling.“ Það er alls ekki staðan. Arsenal blæs hlutina svo upp í stað þess að róa þá niður. Þeir hafa gert það undanfarið ár. Við getum samt ekki fordæmt það, hafandi verið í þeim klefa sem við vorum í (Manchester United á sínum tíma).

Reiði Arsenal kemur frá stuðningsmönnum og Arteta. Samfélagsmiðlar ýta undir ásakanir um spillingu og svindl. Það var ekki þannig í okkar daga. Við gátum ekki haft svona áhrif.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu