fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. janúar 2025 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker, nýr leikmaður AC Milan, ræddi við fjölmiðla í kjölfar skipta sinna til Ítalíu.

Bakvörðurinn 34 ára gamli yfirgaf Manchester City eftir hátt í átta ár hjá félaginu og gekk í raðir Milan á láni út tímabilið. Hann hefur verið í vandræðum innan vallar á leiktíðinni og þá eru vandræði utan hans ekki að hjálpa til.

„Mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Mig langaði að sýna að ég gæti staðið mig á Ítalíu sem og á Englandi,“ sagði Walker.

Hann viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að yfirgefa City og kveðja knattspyrnustjórann Pep Guardiola.

„Það var erfitt að ræða við Guardiola. Það er mikil virðing á milli okkar og við unnum mikið saman. Manchester City var fjölskylda mín og ég held að allir kunni að meta hvernig ég stóð mig.

En nú hugsa ég bara um AC Milan. Mig langar að læra ítölsku og vinna eitthvað hér líka.“

Walker er spenntur fyrir komandi tímum með Milan.

„Félagið hefur mikinn metnað. Við unnum ofurbikarinn, það er gott merki. Við erum að gera mjög vel í Meistaradeildinni en við þurfum að bæta okkur í deildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“