fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Ancelotti blæs á sögusagnirnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 12:30

Carlo Ancelotti / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir ekkert til í fréttum um að hann sé að hætta hjá félaginu.

Fréttir bárust í gær um það að ítalska goðsögnin væri að hætta eftir yfirstandandi tímabil. Hann segir það af og frá.

„Ég hef ekki ákveðið að yfirgefa Real Madrid. Vonandi verð ég í fjögur ár til viðbótar, rétt eins og forsetinn Florentino Perez. Það væri frábært að kveðja saman 2029,“ segir Ancelotti, en Perez var á dögunum endurkjörinn.

„Ég vil ítreka að það mun ekki koma í minn hlut að ákveða hvenær ég hætti hjá Real Madrid. Það er ekki ákvörðun.“

Ancelotti hefur stýrt Real Madrid síðan 2021, en hann var einnig með liðið 2013-2015. Á tíma sínum í spænsku höfuðborginni hefur hann unnið spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina þrisvar, svo dæmi séu tekin.

Ancelotti er með samning hjá Real Madrid út næstu leiktíð, en miðað við þessi ummæli hans er hann meira en til í að framlengja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum