fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, er bjartsýnn fyrir leikjunum gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni í næsta mánuði en viðurkennir að það sé pirrandi að fá ekki að spila heimaleikinn hér á landi.

Víkingur er kominn í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar eftir frábæran árangur í deildarkeppninni fyrir áramót. Liðið mætir gríska stórliðinu 13. og 20. febrúar.

„Eins og ég sagði við leikmannahópinn finnst mér við vera með Rolls-Royce leikmannahóp, þvílíkt flottan og þann allra sterkasta á Íslandi. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu einvígi, deildinni og öllu sem er að koma,“ sagði Kári, en hann ræddi við 433.is í tilefni að ráðningu Sölva Geirs Ottesen í stöðu aðalþjálfara í gær.

Fyrri leikurinn er heimaleikur Víkings en ekki er enn ljóst hvar hann fer fram. Víkingur spilaði heimaleiki sína í deildarkeppninni á Kópavogsvelli á undanþágu, en fékk hana ekki áfram fyrir útsláttarkeppninni.

„Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því. Vonandi lagast þetta á næstu árum því með þessari Sambandsdeild tel ég bara líklegra að lið komist þangað annað eða þriðja hvert ár. Við verðum að vera með eitthvað plan B, þetta gengur ekki svona,“ sagði Kári enn fremur.

Ítarlegra viðtal við Kára, þar sem ráðning Sölva og fleira er til umræðu, er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Undirbúa tilboð sem Liverpool getur ekki jafnað

Undirbúa tilboð sem Liverpool getur ekki jafnað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona byrjað að ræða við Rashford

Barcelona byrjað að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár
433Sport
Í gær

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“
433Sport
Í gær

Chelsea fékk 25 sinnum hærri upphæð

Chelsea fékk 25 sinnum hærri upphæð
433Sport
Í gær

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup
Hide picture