fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Verður Rashford hluti af stórum skiptidíl?

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. janúar 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victor Osimhen er áfram orðaður við Manchester United og gæti Marcus Rashford verið notaður í skiptidíl til að landa nígerska framherjanum.

Osimhen er á láni hjá Galatasaray frá Napoli. Hann var orðaður við fjölda stórliða síðasta sumar, þar á meðal United, en ekkert gekk upp og var farinn sú leið að lána hann til Galatasaray þar sem samband hans við ítalska félagið var í molum.

Getty

Lánssamningurinn gildir út leiktíðina en samkvæmt The Sun vonast United til að landa Osimhen í janúar. Klásúla er í samningi leikmannsins við Napoli upp á 62 milljónir punda en United hyggst reyna að nota Rashford upp í kaupin.

Rashford virðist ekki eiga neina framtíð á Old Trafford undir stjórn Ruben Amorim og er opinn fyrir því að fara. Hann hefur þó hafnað tilboðum frá Sádi-Arabíu og Tyrklandi.

Hjá Napoli myndi hann hitta fyrir fyrrum liðsfélaga sína hjá United, Scott McTominay og Romelu Lukaku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“