Ljóst er að Enzo Maresca stjóri Chelsea tekur ekki einn einasta lykilmann með sér í ferðalag til Kazhakstan á morgun.
Liðið mætir Astana á fimmtudag en spáð er -21 stiga frosti.
Ferðalagið til Kazhakstan er líka langt og mun Maresca ekki hafa neinn áhuga á því að láta lykilmann fara með.
Sagt er í fréttum í dag að hann ætli að taka ellefu leikmenn með sem eru í unglingaliði félagsins.
Leikmenn úr aðalliði sem hafa spilað lítið fara einnig með en ljóst er að enginn sem byrjar næstu helgi í deildinni fer með.