fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Ronaldo hjólar í manninn sem sagðist ekki hafa séð á honum typpið – „Hvaða maður er þetta?“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. desember 2024 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo sendir fasta sneið á fyrrum samherja sinn hjá Real Madrid, Rafael van der Vaart. Ummæli hans í vikunni vöktu mikla athygli.

Ronaldo kann illa við það þegar gamlir liðsfélagar fara að ræða hans mál á neikvæðan hátt.

„Ég segi þetta alltaf sem brandara, Ronaldo er eini samherji minn sem ég sá aldrei typpið á. Hann var alltaf fyrstur á æfingu og síðastur heim,“ sagði Van der Vaart.

Ronaldo hefur ekki gaman af þessu og skrifar á Instagram. „Hvaða maður er þetta?,“ segir Ronaldo.

Á Instagram færslunni má sjá þá félaga fallast í faðma eftir að Ronaldo hafði skorað mark fyrir Real Madrid á sínu fyrsta tímabili árið 2009.

Mikið var hlegið á Talksport þegar sá hollenski lét ummælin falla. „Hann var í raun eins og maskína.“

„Hann var á undan sínum tíma, leikmenn í dag eru allir svona. Hann æfði mikið, alltaf í ræktinni, borðaði rétt, borðaði rétt og gerði allt sem hann gat utan vallar til að hjálpa sér.“

Getty Images

Van der Vaart segir að Ronaldo hafi þó haft sína galla. „Hann hugsaði um sjálfan sig, ef við unnum 6-0 þá var hann ekki sáttur ef hann skoraði ekki. Ef við töpuðum en hann skoraði tvö þá var hann sáttur.“

„Spilaði hann bara fyrir sjálfan sig? Nei en hann varð að skora. Ruud van Nistelrooy var eins. Við áttum mörg spjöll við hann og hann sagðist bara þurfa sín mörk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun