fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Fyrrum atvinnumenn geta farið í nám

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. nóvember 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) býður upp á nám sem er sérstaklega ætlað knattspyrnufólki sem hefur leikið á hæsta þrepi og lagt skóna á hilluna, fyrrverandi landsliðsmönnum og atvinnumönnum sem vilja halda áfram að starfa í knattspyrnuhreyfingunni að leikmannsferlinum loknum.

Námið kallast „UEFA Executive Master for International Players (UEFA MIP)“ og starfa í dag um 90% þeirra sem hafa lokið þessu námi hjá knattspyrnusamböndum, knattspyrnufélögum eða samtökum tengdum knattspyrnu.

UEFA MIP er skipulagt í samstarfi UEFA Academy og ýmissa menntastofnana, með aðkomu FIFPRO (International Federation of Professional Footballers) og ECA (European Club Association). Um er að ræða átta vikulangar vinnulotur (sex lotur í Evrópu, ein í Bandaríkjunum, ein í Suður-Ameríku), yfir 20 mánaða tímabil (allar loturnar fara fram á ensku) og náminu lýkur með lokaprófi. Í hverri vinnulotu er fjallað ítarlega um mismunandi þætti í skipulagi og stjórnun í starfsumhverfi knattspyrnunnar.

Næsta útgáfa UEFA MIP námsins, sem er sú sjötta í röðinni, hefst í október 2025 og lýkur í júní 2027. Umsóknum þarf að skila í gegnum umsóknarform á vefsíðu námsins eigi síðar en 30. júní 2021 (ferilskrá, kynningarbréf og meðmæli).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Firmino fer til Katar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leitast ekki eftir því að selja og vilja 100 milljónir

Leitast ekki eftir því að selja og vilja 100 milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum
433Sport
Í gær

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri
433Sport
Í gær

Vestri spilar við Val í úrslitum

Vestri spilar við Val í úrslitum
433Sport
Í gær

Chelsea fær 25 milljónir punda fyrir markvörð

Chelsea fær 25 milljónir punda fyrir markvörð
433Sport
Í gær

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn