fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Versti fyrsti byrjunarliðsleikur í sögu úrvalsdeildarinnar?

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 29. október 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Harrison Clarke átti mögulega verstu frumraun sem byrjunarliðsmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en hann spilar með Ipswich.

Clarke er 23 ára gamall en hann hefur undanfarin tvö ár spilað með Ipswich og kom við sögu gegn Everton í 2-0 tapi þann 19. október.

Clarke fékk að byrja sinn fyrsta úrvalsdeildarleik um helgina gegn Brentford en leikurinn tapaðist 4-3.

Varnarmaðurinn átti hreint út sagt skelfilegan leik en hann skoraði sjálfsmark, fékk á sig víti og var þá rekinn af velli.

Clarke skoraði sjálfsmarkið undir lok fyrri hálfleiks, fékk á sig vítið á 49. mínútu og svo er um 20 mínútur voru eftir var hann rekinn af velli með tvö gul spjöld.

Ipswich tókst að jafna metin í 3-3 manni færri en fékk á sig sigurmark er 96 mínútur voru komnar á klukkuna.

Þetta var aðeins annar leikur Clarke í úrvalsdeildinni og þá hans fyrsti byrjunarliðsleikur á öllum ferlinum í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

17 ára en verður launahærri en einn besti markaskorari heims

17 ára en verður launahærri en einn besti markaskorari heims
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur
433Sport
Í gær

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun
433Sport
Í gær

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði
433Sport
Í gær

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“