Alexander Isak er ekki í samningsviðræðum við Newcastle sem gætu reynst góðar fréttir fyrir lið Arsenal.
Arsenal ku hafa mikinn áhuga á sænska landsliðsmanninum en hann er 25 ára gamall og er bundinn til ársins 2027.
Sun fullyrðir það að Isak hafi ekki áhuga á að framlengja þennan samning en talað hefur verið um að viðræður séu í gangi.
Sun segir að engar viðræður séu í gangi á milli Isak og Newcastle og gæti hann mögulega horft annað næsta sumar.
Isak myndi kosta Arsenal um 100 milljónir punda en hann hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu til þessa.