Everton 1 – 1 Fulham
1-0 Alex Iwobi(’61)
1-1 Beto(’95)
Það var boðið upp á annað dramatískt mark í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Fulham heimsótti Everton.
Það var nóg af dramatík í fyrri leikjum dagsins þar sem þrjú mörk voru skoruð í uppbótartíma.
Alex Iwobi skoraði fyrra mark leiksins á 61. mínútu og virtist það ætla að duga Fulham til sigurs.
Framherjinn Beto jafnaði þó metin á 95. mínútu fyrir heimaliðið í leik sem lauk með 1-1 jafntefli.