Willum Þór Willumsson komst á blað fyrir lið Birmingham sem spilaði við Mansfield í dag.
Leikið var í þriðju efstu deild Englands en Birmingham sótti stig gegn Manfield á útivelli.
Willum skoraði fyrra mark leiksins eftir 10 mínútur en Mansfield jafnaði er 63 mínútur voru komnar á klukkuna.
Birmingham er á toppi deildarinnar með 29 stig og hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu 12.
Næsti leikur liðsins er gegn Northampton þann 9. nóvember næstkomandi.