Manchester United er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar vegna meiðsla að sögn Erik ten Hag, stjóra liðsins.
Ten Hag telur að meiðsli séu að setja stórt strik í reikning sinna manna sem mæta West Ham á morgun klukkan 14:00.
Hollendingurinn hefur svo sannarlega fengið að kaupa leikmenn undanfarin tvö ár og eyddi 200 milljónum punda í sumar.
Leikmenn eins og Leny Yoro, Jonny Evans, Harry Maguire, Luke Shaw, Kobbie Mainoo og Mason Mount verða ekki með á morgun vegna meiðsla.
,,Meiðsli eru að koma í veg fyrir að við getum spilað okkar besta leik og það hefur áhrif á stöðu okkar í deildinni,“ sagði Ten Hag.
,,Þegar þú ert ekki með ákveðna leikmenn til taks þá geturðu ekki stillt upp þínu besta liði. Við þurfum að fleiri leikmenn til taks og þurfum að vinna saman.“