Mario Balotelli er einfaldlega að bíða eftir græna ljósinu frá liði Genoa og er hann að snúa aftur í efstu deild á Ítalíu.
Þetta fullyrðir blaðamaðurinn Nicolo Schira sem hefur fylgst vel með gangi mála Balotelli undanfarnar vikur.
Balotelli er samningslaus þessa stundina en hann yfirgaf Tyrkland í sumar eftir dvöl hjá Adana Demirspor.
Genoa hefur áhuga á að semja við Balotelli en hann er í góðu líkamlegu standi eftir að hafa æft síðustu vikurnar.
Balotelli er 34 ára gamall í dag en hann á að baki leiki fyrir lið eins og Manchester City, Liverpool og þá Inter og AC Milan.
Þessi þekkti vandræðagemsi er því að snúa aftur til heimalandsins en hann lék þar síðast árið 2020.