Erik ten Hag, stjóri Manchester United, neitar að viðurkenna það að hans menn hafi tapað gegn Tottenham fyrr á tímabilinu.
United tapaði 0-3 gegn Tottenham þann 29. september en spilaði manni færri alveg frá 42. mínútu.
Ten Hag sem er undir pressu tekur það tap ekki í mál og segir að það sé ekki sanngjarnt að dæma sitt lið út frá frammistöðunni í þeim leik.
Bruno Fernandes var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks en Brennan Johnson hafði komið Tottenham yfir eftir þrjár mínútur.
Hollendingurinn mætti Fenerbahce í miðri viku og náði í 1-1 jafntefli í Evrópudeildinni en næsta verkefnið er á morgun gegn West Ham í deildinni.
,,Ég neita að samþykkja tapið og leikinn gegn Tottenham því við lentum manni undir í stöðunni 1-0,“ sagði Ten Hag.
,,Það er ekki sanngjarnt að dæma liðið út frá því, við höfðum engan möguleika á að snúa viðureigninni okkur í vil.“