fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Mikið breyst á einum mánuði hjá Gylfa – Klásúla í samningi hans við Val ef erlend lið vilja fá hann

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. október 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit ekki hvort að ég haldi áfram bara í fótbolta. Þetta gæti mögulega verið minn síðasti leikur næstu helgi. Ég veit ekki alveg hvað framhaldið ber í skauti sér,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Vals í samtali við Fótbolta.net um helgina.

Þessi 35 ára gamli leikmaður hefur þar með opnað dyrnar fyrir því að leggja skóna á hilluna. Gylfi er að klára sitt fyrsta tímabil á Hlíðarenda.

Gylfi gerði tveggja ára samning við Val þegar hann samdi við liðið í vor. Tímabilið á Hlíðarenda hefur verið vonbrigði en Gylfi hefur átt góða spretti í Bestu deildinni.

Samkvæmt heimildum 433.is er klásúla í samningi Gylfa sem gerir honum kleift að fara erlendis en borga þyrfti fyrir kappann. Þá hefur Gylfi verið orðaður við Víking og uppeldisfélag sitt FH.

Í september opnaði Gylfi á það að fara aftur erlendis og spila. Hljóð hefur því breyst á nokkuð stuttum tíma. „Ég þarf að setjast niður núna og spá í framtíðina, tímabilið endar í október og það eru leikir í nóvember og mars. Ég þarf að aðeins að setjast niður og spá í þetta, maður er í fótbolta til að spila fyrir Ísland. Ég þarf að vera í toppstandi,“ sagði Gylfi Þór við 433.is í september þegar hann var í verkefni landsliðsins. Hefur hann ver opinn með það að landsliðið sé ástæða þess að hann er áfram í fótbolta.

Gylfi var ónotaður varmaður í tapi Íslands gegn Tyrkjum fyrir viku síðan og lék aðeins örfáar mínútur gegn Wales þar á undan.

Þarf Gylfi að skoða það að fara erlendis eftir áramót ef hann vill halda sér í landsliðinu? „Ég veit það ekki, planið var að komast í stand og spila leiki. Að vera verkjalaus sem er staðan núna. Maður þarf að plana veturinn til að vera í besta standinu ef maður er í hópnum í mars.“

Viðtalið frá því í september:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
Hide picture