fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Kominn í guðatölu hjá stuðningsmönnum eftir komuna í sumar – Hetjan í þremur leikjum í röð

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. október 2024 15:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Carroll er orðinn vinsælasti leikmaður franska liðsins Bordeaux en hann gekk í raðir félagsins í sumar.

Um er að ræða fyrrum enskan landsliðsmann sem spilaði með liðum eins og Newcastle, Liverpool og West Ham.

Carroll er 35 ára gamall í dag en hann ákvað að taka slaginn í sumar og hjálpa Bordeaux í fjórðu efstu deild Frakklands – félagið varð nýlega gjaldþrota.

Carroll hefur staðið sig stórkostlega eftir komuna og reyndist hetjan í gær er Bordeaux vann 1-0 sigur á Avranches.

Englendingurinn var einnig frábær í leikjunum fyrir það en hann gerði bæði mörkin í 2-1 sigri á Saumur Olympique og þá bæði mörkin í 2-2 jafntefli við Chateaubriant.

Carroll er því búinn að skora fimm mörk í aðeins þremur leikjum og er kominn í guðatölu á meðal stuðningsmanna Bordeaux sem er gríðarlega stórt félag í Frakklandi.

Carroll tók á sig verulega launalækkun er hann samdi við Bordeaux en hann var hrifinn af því verkefni að koma liðinu aftur í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Í gær

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“
433Sport
Í gær

United mætt af krafti í kapphlaupið

United mætt af krafti í kapphlaupið