fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

KSÍ gerir ráð fyrir því að tapa rúmum 50 milljónum á næsta stórmóti kvenna – Sækja um styrk hjá ÍSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. september 2024 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur lagt fram umsókn um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025.

KSÍ teflir fram landsliðum í öllum aldursflokkum, sem leika mikinn fjölda landsleikja yfir allt árið. Á meðal verkefna ársins 2025 má nefna þátttöku A landsliðs kvenna í lokakeppni EM í Sviss. Þátttaka í lokamóti A landsliða er afar kostnaðarsöm og má nefna að á EM A landsliða kvenna sem fram fór á Englandi sumarið 2022 voru gjöld umfram tekjur 52,2 milljónir króna. Ef áætlanir ganga eftir verður niðurstaðan svipuð á EM 2025.

KSÍ er flokkað sem Afrekssérsamband, samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ, ásamt 21 öðru sérsambandi sem á aðild að ÍSÍ. Í desember 2023 staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ skriflega að KSÍ myndi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóði vegna ársins 2024 og því sótti KSÍ ekki um. Fyrir árið 2024 bárust Afrekssjóðnum umsóknir frá 32 samböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Alls var úthlutað rúmlega 512 milljónum króna fyrir það ár.

Árið 2023 fór heildarfjöldi leikja allra landsliða á vegum KSÍ samanlagt yfir eitt hundrað. Það ár var 127 milljóna króna tap á rekstri KSÍ, og vó aukinn kostnaður við landslið þar þungt. Árangur kostar peninga og árangur U19 landsliða kvenna og karla, sem bæði léku í lokakeppni EM það ár, sem og þátttaka U20 kvenna í umspili um sæti í lokakeppni HM, svo dæmi séu nefnd, var kostnaðarsamur.

Í reglugerð um Afrekssjóð kemur eftirfarandi meðal annars fram:

„Meginhlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ er að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni.“
„Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis.“
KSÍ bindur miklar vonir við úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óttast mjög að Amorim gangi burt í sumar

Óttast mjög að Amorim gangi burt í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það“

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Í gær

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið

England: Rice tryggði Arsenal annað sætið
433Sport
Í gær

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar
433Sport
Í gær

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Í gær

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum