fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

Margir reiðir yfir refsingunni sem Guðmundur fékk fyrir höggið – „Verður bara fellt niður ef hann kærir mig“

433
Fimmtudaginn 12. september 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að mörgum þykir refsingin sem Guðmundur Kristjánsson leikmaður Stjörnunnar fékk fyrir hnefahögg sitt ekki mikil. Guðmundur var í gær dæmdur af aganefnd KSÍ í eins leiks bann.

Böðvar Böðvarsson leikmaður FH sem gaf Guðmundi olnbogaskot fær ekki neinn leik í bann.

Nokkrir sparkspekingar hafa lagt orð í belg um þessi mál og þar á meðal er Sigurður Gísli Snorrason sem er hluti af hinu afar vinsæla Dr. Football hlaðvarpi. „Er á leiðinni heim til Bödda Löpp að berja hann, verður hvort eð er bara fellt niður ef hann kærir mig,“ skrifar Sigurður sem er FH-ingur og æskuvinur Böðvars.

video
play-sharp-fill

Sigurður heldur svo áfram og er ansi heitur. „Einn leikur í bann fyrir að hamra annan leikmann í andlitið er eitt það fyndnasta sem ég veit um, segir kannski allt um þetta greindarskerta lið þarna hjá KSÍ.“

Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Breiðabliks botnar ekkert í dómi aga og úrskurðanefndar. Ísak notaði dæmi en þá samherji Ísaks í Breiðablik, Oumar Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskot fyrir tveimur árum.

Nú fær Böðvar engan leik fyrir olnbogaskot og Guðmundur fær einn leik fyrir að slá Böðvar í andlitið.

Kristján Óli Sigurðsson sem er sérfræðingur hjá Þungavigtinni birtir myndband af atviki frá því í sumar þegar Amin Guerrero kantmaður Dalvíkur/Reynis fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til leikmanns Keflavíkur. „Rasismi er viðvarandi vandamál hjá aganefnd KSÍ. 2ja leikja bann fyrir þetta kitl en Guðmundur Holyfield Kristjánsson fékk 1 leik fyrir hnefasamlokuna á Böðvar,“ skrifar Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu
Hide picture