fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Fyrrum stórstjarna skráir sig á OnlyFans: Útilokar ekki að Ronaldo geri það sama – ,,Þeir eru efins því það er mikið klámfengið efni í boði“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. september 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti komið mörgum á óvart að heyra af því að fyrrum brasilíski landsliðsmaðurinn Douglas Costa er búinn að skrá sig á OnlyFans.

OnlyFans er ansi vinsæll miðill en er má nálgast alls konar efni en mikið af því efni er klámfengið.

Costa skráði sig ekki á síðuna til að birta slíkt efni en hann vill halda sambandi við sína aðdáendur eftir að hafa flutt til Ástralíu.

Costa er 33 áras gamall í dag og leikur með Sidney FC en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Shakhtar, Bayern Munchen og Juventus.

,,Ég hef tekið eftir því á síðustu árum að stórir prófílar hafa verið að búa til aðgang á miðlinum,“ sagði Costa sem lék 31 landsleik fyrir Brasilíu.

,,Það er ekki bara klámfengið efni á síðunni, íþróttamenn eða annað fólk hefur skráð sig og er að sýna frá sínu einkalífi. Ég sá gott tækifæri til þess að sýna frá mínu lífi og hvað ég geri á bakvið tjöldin.“

Costa var svo spurður að því hvort Cristiano Ronaldo myndi mögulega gera það sama í framtíðinni en hann hefur stofnað YouTube aðgang ásamt fjölskyldu sinni.

,,Aldrei segja aldrei en ég held að það sé ekki eitthvað sem hann hefur áhuga á. Hann er kominn á YouTube og það var stórt skref að taka.“

,,Ég hef heyrt frá öðrum félögum mínum að þeir séu áhugasamir en eru efins þar sem mikið klámfengið efni er í boði á síðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla
433Sport
Í gær

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Í gær

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum