fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Segja að það andi köldu á milli eigenda Chelsea – Íhuga að selja sinn hlut

Victor Pálsson
Föstudaginn 6. september 2024 19:51

Todd Boehly, eigandi Chelsea. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur Chelsea, Todd Boehly og Clearlake Capital, eru sagðir vera að íhuga það að selja sinn hlut í félaginu eftir aðeins tvö ár í London.

Frá þessu greinir Mirror í kvöld en eigendurnir hafa pumpað peningum inn í félagið eftir að hafa eignast það 2022.

Báðir aðilar hafa áhuga á því að eignast meirihluta í enska félaginu en viðræður þeirra á milli hafa siglt í strand.

Behdad Eghbali er annar eiganda Clearlake Capital en samband hans og Boehly er ekki gott í dag eftir þónokkrar misheppnaðar viðræður varðandi sölu.

Samkvæmt Mirror eru eigendurnir ekki á sömu skoðun þegar kemur að framtíð félagsins og er framtíðin þess vegna óljós.

Boehly hefur sjálfur tekið skref til baka á undanförnum mánuðum og er Eghbali sá sem situr fyrir flestum svörum á Stamford Bridge í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar