fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Aukinn áhugi á Bestu deild karla erlendis

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. september 2024 17:00

Hvernig tekst Valur á ivð að hafa misst Gylfa? Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsréttur á Bestu deild karla erlendis er hjá OneFootball í gegnum Europa Leagues og vel er fylgst með þróun áhorfs á deildina hjá fyrirtækinu.

Áhorf á deildina í gegnum OneFootball er aðeins í boði erlendis frá, ekki er hægt að horfa á leikina í gegnum siðuna hér á landi. Íslendingar erlendis og aðrir eru í auknum mæli að nýta sér þennan möguleika og hefur áhorfið á deildina verið að aukast frá síðasta tímabili.

Á tímabilinu apríl – október 2023 voru samtals 80.595 áhorf á leikina 128 sem í boði voru eða að jafnaði um 630 áhorf á hvern leik.

Mest var áhorfið í maí 2023 þegar 25.600 áhorf voru á leikina 32 sem í boði voru þann mánuðinn, eða að jafnaði um 800 áhorf á hvern leik. Áhorfið á yfirstandandi tímabili stefnir í að verða enn betra en á síðasta tímabili og þróunin hefur verið með nokkuð öðru móti, áhorfendum á OneFootball hefur fjölgað frá mánuði til mánaðar frá því mótið hófst í apríl.

Það er athyglisvert að mest áhorf á deildina er frá Brasilíu en þar á eftir koma Ítalía, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin.

55 þús áhorf hafa verið á leikina 79 sem eru komnir inn í samantekt, eða um 700 áhorf á hvern leik að jafnaði. Mest hefur áhorfið í heilan mánuð verið í júní eða um 21 þús áhorf á 24 leiki eða 875 áhorf á hvern leik að meðaltali en hins vegar eru 6.100 áhorf í júlí á aðeins 6 leiki sem eru í samantektinni sem komin er, ríflega 1.000 áhorf á hvern leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn