fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Súld og brottfarir Íslendinga til útlanda möguleg ástæða fyrir fækkun

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. september 2024 16:00

Úr leik FH í sumar. Liðið freistir þess að vinna Þungavigtarbikarinn þriðja árið í röð. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir verulega fjölgun áhorfenda á leiki í Bestu deild karla fyrri hluta tímabilsins hefur aðsókn dregist saman á síðari hlutanum. Eftir fyrstu 9 umferðirnar var tæplega 17% fjölgun áhorfenda frá árinu 2023 en frá og með 10. umferð hafa verið færri áhorfendur í nánast hverri umferð sé miðað við árið á undan, þ.e. á tímabilinu frá miðjum júní og allt fram að síðustu umferð hafa færri áhorfendur sótt hverja umferð en keppnistímabilið 2023.

Þrátt fyrir það hafa þó fleiri áhorfendur sótt leikina í þessum 18 umferðum heldur en í fyrrasumar, fjölgunin er um 1% en rúmlega 95 þúsund áhorfendur hafa sótt vellina í Bestu deild karla eða að jafnaði 884 áhorfandi á hverjum leik.

Líkt og á öðrum viðburðum má hugsanlega rekja dræma aðsókn síðari hluta tímabilsins til súldar sem hefur haldið sig yfir Íslandi undanfarnar vikur og mánuði en enn á eftir að ljúka 3 umferðum og vonandi verður spenna í mótinu sem dregur að fjölda áhorfenda.

Ein skýring á minnkandi aðsókn í júní og fram í júlí gæti jafnframt verið sú að brottförum Íslendinga til útlanda í júní 2024 fjölgaði um 17% frá árinu áður skv. upplýsingum frá Ferðamálastofu, en voru umtalsvert færri í upphafi keppnistímabilsins í samanburði við árið 2023.

Eins og staðan er í dag er a.m.k. allt sem bendir til þess að síðustu umferðirnar geti boðið upp á athyglisverða leiki sem og úrslitakeppnin sem hefst 22.september. Mikil spenna er á toppi deildarinnar, barátta um Evrópusæti er grjóthörð þar sem 4.sæti deildarinnar gæti gefið Evrópusæti á næsta ári og botnbaráttan er jafnframt æsispennandi.

Besta aðsóknin hefur verið á Kópavogsvöll hjá Breiðablik en 1.250 áhorfendur hafa sótt heimaleiki liðsins að meðaltali það sem af er tímabilinu en þar á eftir koma KR, Valur og Víkingur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu