Það eru örugglega allir knattspyrnuáhugamenn sem kannast við nafnið Jude Bellingham sem spilar með Real Madrid.
Jude spilaði sitt fyrsta tímabil með Real í vetur og stóð sig frábærlega og er einnig hluti af enska landsliðinu.
Það eru færri sem kannast við bróðir hans en hann ber nafnið Jobe Bellingham og leikur með Sunderland.
Jobe hefur ákveðið að hafna því að fara í ensku úrvalsdeildina en Crystal Palace sýndi leikmanninum áhuga.
Um er að ræða afar efnilegan leikmann sem er 18 ára gamall en hann er uppalinn hjá Birmingham líkt og bróðir sinn.
Jobe gekk í raðir Sunderland í fyrra og skoraði sjö mörk í 45 deildarleikjum fyrir Sunderland í næst efstu deild.