fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Mögnuð staðreynd um Trent það sem af er móti

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold var kippti á bekkinn fyrir markalaust jafntefli Englands við Slóveníu í lokaleik C-riðils á EM í gærkvöldi. Hann er þó efstur í athyglisverðum tölfræðiþætti.

Þessi leikmaður Liverpool byrjaði á miðjunni í 1-0 sigri á Serbum og 1-1 jafntefli gegn Dönum, þar sem enska liðið þótti ekki sannfærandi. Conor Gallagher kom inn fyrir hann í gær en enska liðið spilaði lítt betur. Þó hafnaði það í efsta sæti riðilsins.

Trent kom inn á seint í leiknum og hefur því spilað 129 mínútur alls á EM. Þrátt fyrir þetta er hann búinn að skapa flest færi allra enskra leikmanna á mótinu.

Trent er að upplagi bakvörður en hefur fært sig inn á miðjuna undanfarið.

Enska liðið spilar leik í 16-liða úrslitum EM á sunnudag en ekki er enn ljóst gegn hverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur