fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Englendingar ömurlegir í jafntefli gegn Dönum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. júní 2024 17:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska landsliðið fann sig engan veginn í leik gegn Dönum á Evrópumótinu í knattspyrnu, leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Englendingar komust yfir í fyrri hálfleik með marki frá Harry Kane, óverðskuldað var það en Kyle Walker gerði vel í undirbúningi marksins.

Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Morten Hjulmand með frábæru marki. Hann skaut af 25 metra færi og boltinn í stöng og inn.

Ljóst var að Gareth Southgate var ósáttur með leikmenn enska landsliðsins en í síðari hálfleik tók hann Trent Alexander-Arnold, Harry Kane, Phil Foden og Bukayo Saka af velli.

Það skilaði þó litlu því þeir dönsku voru sterkari en náðu ekki að nýta sér yfirburðina.

England er með fjögur stig og komið í góða stöðu en Danir eru með tvö stig og mæta Serbíu í næsta leik á meðan England mætir Slóveníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum