fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Landsliðið kemur saman í London í dag

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júní 2024 17:00

GEtty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A-landslið karla kemur saman í London í dag til að undirbúa sig fyrir tvö krefjandi verkefni. Fyrst er það England á Wembley í Lundúnum 7. júní og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam 10. júní. Báðir mótherjar Íslands eru á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar og eru leikirnir hluti af lokaundirbúningi þeirra fyrir mótið.

Ísland og England hafa mæst fimm sinnum áður í A landsliðum karla og þar af einu sinni áður á Wembley. Ísland hefur unnið einn leik, en það var þegar liðin mættust í lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. Jafntefli varð niðurstaðan í fyrstu viðureign liðanna, á Laugardalsvelli í júní 1982. Síðustu tveir leikir liðanna voru í Þjóðadeildinni árið 2020, en þar unnu Englendingar báða leikina.

Fjórtán sinnum áður hafa Ísland og Holland mæst í A landsliðum karla, þar af voru tveir leikir í undankeppni ÓL 1988. Ísland hefur unnið tvo sigra og eru það einmitt síðustu tvær viðureignir liðanna – báðir leikir í undankeppni EM 2016. Tvisvar hafa liðin skilið jöfn og Hollendingar hafa unnið 10 sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Í gær

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn