fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Könnunin hafi komið mjög á óvart – „Það er ómögulegt að segja til um það“

433
Laugardaginn 24. febrúar 2024 07:00

Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ fyrir tæpu ári. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársþing KSÍ er í dag og verður nýr formaður sambandsins kjörinn. Guðni Bergsson, fyrrum formaður, Þorvaldur Örlygsson og Vignir Már Þormóðsson eru í framboði en svo virðist sem Guðni og Vignir séu sigurstranglegri.

video
play-sharp-fill

Þetta var tekið fyrir í Íþróttavikunni sem kemur alla föstudaga. Til að mynda var rætt um könnun á Vísi á meðal aðildafélaga þar sem Guðni var með 34% fylgi, Vignir 31% og Þorvaldur 31%.

„Það verður að taka þessu með fyrirvara þar sem færri en 40% taka þátt en það verður að segjast að Toddi er í sannkallaðri brekku. En af þessum 40% sem svöruðu voru 28% óákveðin svo það eru fullt af atkvæðum þarna úti sem virðast liggja. En svona skoðannakönnun getur skemmt fyrir Þorvaldi. Þeir sem voru að spá í að kjósa hann gætu hugsað með sér að atkvæði til hans væru hreinlega dauð atkvæði, þau ýti undir það að það verði önnur umferð,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, en það verður önnur umferð á milli tveggja efstu ef enginn nær 50% í fyrstu tilraun.

„Þeir tveir virðast vera að berjast um þetta og þá veltir maður fyrir sér hvort þeir sem hafi haft hug á að kjósa Þorvald kjósi hann eða hvar þau muni falla, hvort þau fari þá frekar til Vignis eða Guðna. Ég hallast að því að þau fari til Vignis en það er ómögulegt að segja til um það.“

Það kemur Herði mjög á óvart að Þorvaldur mælist með svo lítið fylgi.

„Mér hefur fundist Þorvaldur vera með mjög sterkt mál í aðdragandanum. Mér finnst hann hafa talað vel, hugmyndirnar hans verið góðar. Hann hefur verið óhræddur við að tala um niðurskurð í sambandinu, sem virðist þurfa að fara í. Hann hefur talað máli sem mér finnst raunhæft varðandi Laugardalsvöll. Við erum ekkert að fara að fá nýjan völl á næstunni, ég held að allir þurfi að fara að gera sér grein fyrir því. Ég hélt þeir væru allir þrír á svipuðu reki þannig það kom mjög á óvart hvernig hann kom út úr þessari könnun.“

Umræðan í heild er í spilaranum, en ársþingið hefst klukkan 11 í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

17 ára en verður launahærri en einn besti markaskorari heims

17 ára en verður launahærri en einn besti markaskorari heims
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“

Hélt hann væri ósnertanlegur og var svo dæmdur í 15 mánaða fangelsi: Réðst á eldri konu – ,,Passaðu hvar þú labbar feita belja“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans

Eigandi Forest sagði Carragher að fara til fjandans
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur
433Sport
Í gær

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun
433Sport
Í gær

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði

Fjölskyldan vildi fara til Manchester en hann neitaði
433Sport
Í gær

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“

Lofsyngur árangurinn fyrir vestan – „Menn eru tilbúnir að fara í stríð“
Hide picture