Manchester City er að ganga frá samningi við Oscar Bobb en framherjinn hefur vakið athygli á þessu tímabili.
Þessi tvítugi leikmaður hefur fengið að spila meira en flestir áttu von á.
Bobb er norskur landsliðsmaður en hann skoraði sitt fyrsta mark gegn Newcastle á þessu tímabili.
Pep Guardiola hefur verið hrifin af Bobb og vill sjá City framlengja við hann til framtíðar.
Bobb er í viðræðum við City um þennan nýja samning og vonast félagið til að ganga frá honum sem allra fyrst.