Dýri Guðmundsson, fyrrum knattspyrnumaður er látinn og senda FH-ingar fjölskyldu hans samúðarkveðju. Dýri var leikmaður félagsins á árum áður.
Dýri var landsliðsmaður í knattspyrnu en hann lék einnig með FH og Val á ferli sínum.
Dýri starfaði sem endurskoðandi á lífsleiðinni en var einnig frambærilegur gítarleikari.
Dýri lék á ferlinum fimm A-landsleiki en þeir komu á árunum 1978 til ársins 1980.
Margir minnast Dýra en hann fæddist árið 1951 en lést á þriðjudagskvöld eftir veikindi. Hann skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.