West Ham United ætlar sér að kaupa Dominic Solanke í sumar frá Bournemouth en framherjinn hefur raðað inn mörkum í vetur.
Solanke hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum og hefur fundið taktinn sinn.
West Ham vill bæta við sóknarmanni en David Moyes hefur spilað Jarrod Bowen frammi á þessu tímabili vegna meiðsla.
West Ham vantar að bæta við enskum leikmönnum eða leikmönnum sem teljast uppaldir á Englandi.
Kalvin Phillips er einn af átta sem eru skráðir sem uppaldir í dag en hann er á láni og Ben Johnson er samningslaus. Að lágmarki þurfa að vera átta leikmenn uppaldir á Englandi.