Cristiano Ronaldo var fyrsta ofurstjarnan til að semja við lið í Sádí Arabíu en í janúar á síðasta ári samdi hann við Al-Nassr þar í landi, síðan þá hefur fjöldi leikmanna komið til landsins.
Ronaldo samdi um 177 milljónir punda í árslaun sem gerir rúmlega 3,4 milljónir punda í laun á viku.
Ronaldo hefur verið í 60 vikur í Sádí Arabíu og þénað því um 204 milljónir punda fyrir það að spila fótbolta. Í íslenskum krónum hefur Ronaldo þénað rúma 35 milljarða.
Enginn íþróttamaður kemst nálægt Ronaldo í tekjum þessa stundina en margir gera það þó gott í Sádí Arabíu.
Má þar nefna Neymar Jr, Sadio Mane, Roberto Firmino, Karim Benzema og Riyad Mahrez
Ronaldo hefur raðað inn mörkum fyrir Al-Nassr og segir sjálfur að gæðin í deildinni séu orðinn ansi góð og líklega betri en í Frakklandi, sem dæmi.