Suður Kórea leitar að nýjum landsliðsþjálfara þessa stundina en Jurgen Klinsmann var rekinn á dögunum.
Gengi Suður Kóreu á Asíumótinu þótti ekki nógu gott og var Klinsmann í kjölfarið látinn fara.
Nú er goðsögnin Steve Bruce að reyna við þetta ágæta starf en hann hefur verið án félags síðan 2022.
Bruce hefur aldrei þjálfað landslið á sínum ferli en býr yfir mikilli reynslu og hefur þjálfað frá árinu 1998.
Bruce hefur þjálfað lið eins og Aston Villa, Crystal Palace og Newcastle og er 63 ára gamall í dag.
Hann er frægastur fyrir tíma sinn í Manchester þar sem hann lék með Manchester United frá 1987 til 1996.