Goðsögnin Diego Godin hefur ákveðið að taka fram skóna á ný 38 ára að aldri en þetta var staðfest í dag.
Um er að ræða fyrrum leikmann Atletico Madrid en hann lék með liðinu í níu ár frá 2010 til 2019.
Eftir það hélt Godin til Inter Milan og svo Cagliari en endaði ferilinn hjá Velez Sarsfield í Argentínu.
Godin er nú hættur tið að hætta og ætlar að spila með liði Porongos sem spilar í heimalandinu, Úrúgvæ.
Godin er leikjahæsti leikmaður í sögu Úrúgvæ en hann spilaði 161 landsleik á sínum ferli.